Múmíndalur

Múmíndalur gæti verið hvaða staður á Íslandi sem er.  Þar ríkir yfirborðskenndur friður og hugljúfur boðskapur en undir niðri grasserar allt í spillingu, blekkingu og misrétti.  Sögupersónurnar eru mótaðar í ákveðið mót og hlutverk sem fáir vilja breyta.

Múmínpabbi er þar æðstur með hattinn sinn og pípuna.  Ræður flestu, veit allt og gerir lítið annað en að totta tréstubbinn sinn og smjatta á tóbakinu.  Óþolandi sjálfselskur og bæði latur og feitur.

Múmínmamma er með áfasta svuntu og sér um að standa fyrir framan eldavélina flestum stundum á milli þess sem hún þóknast múmínpabba og saumar út.  Undirgefinn aumingi sem ætti að kenna öllum konum sitt hlutverk.

Múmínsnáði er lítill og feitur með stutta putta.  Alltaf góður og hugaður. Glanshommi með efnaskiptasjúkdóm er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar að ég sé hann eða heyri.  Með ólíkindum afbrigðilegur og væminn af hetju að vera.

Múmínstelpan er bara ömurlega væmin sem á sér ekki einu sinni neina samlíkingu.  Hún tínir blóm og eltist við fiðrildi.  Hugsar sífalt um útlit sitt og grenjar af mestu.  Huglaus með öllu og fyrirmynd ungra stúlkna . . . nema hvað að hún er eins og restin af fjölskyldunni þjáð af offitu á háu stigi.

Mía er eina persónan sem eitthvað er varið í en hún er lítil og frek með fýlusvip . . . og þið skuluð ekki halda að það sé fyrir tilviljun að hún sé rauðhærð og með freknur.

Þetta er það sem flestir Íslendingar telja saklaust og leyfa börnum sínum að horfa á án þess að hugsa frekar um það.  Fallegt finnskt barnaefni með skemmtilegum boðskap, litríkum myndum og réttri fjölskylduniðurröðun og allt annars eðli en ljóta sagan af negrastrákunum 10.

Hér verður ekki bloggað um múmínlíf í mynd sinni sem við viljum þekkja heldur mun frekar hræsnina á bak við glansmyndirnar.  Þröngsýni, fyrirmyndir og hneykslan . . . og allt sem fer í taugarnar á mér eða gleður.

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

ég fíla Múmmínálfana... alltaf einkennilegt að eiga blogvin sem sér mig en ég ekki hann .. þarf að breyta myndini af mér í Elg og nafninu í Barbapabbam:) en eigðu góða viku...Mia D.....

Gísli Torfi, 12.11.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Mía litla

. . já , ég á eftir að eignast vini.  Það var svo töff músík hjá þér svo ég byrjaði þar.  Svo er ég vís með að ganga bara á vinarlistann þinn og stela svolítið ;)

Mía litla, 12.11.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Mía litla

 . . . myndin gæti verið af mér.  Rauðhærð og græneygð ;) . . svo vertu ekkert að breyta þér í elg barbapabbi.

Mía litla, 12.11.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: Gísli Torfi

já ok því ber að fagna og Eysteinn er náttúrlega Foli vikunar...

Gísli Torfi, 12.11.2007 kl. 14:33

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Freud vs. Múmínuálfarnir !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband