12.11.2007 | 17:34
Önnur dýrategund ?
Hmmmm . . . . mumlaði ég og ranghvolfdi grænum augunum þegar að ég lallaði mér inn fyrir 10-11 verslun eina í morgun.
Nokkuð góð með sjálfa mig og mín ca 14 fituprósent vappaði ég í loðúlpu og bleikum skóm eins og álfur um búðina og reyndi að gera upp við mig hvað mig langaði að borða?
Allt í einu er mér starað á tvo strútsfætur . . . nema hvað að þessir voru fallegir og ekki loðnir. Höfuðið snérist upp og augun klifruðu upp eftir löngum tignarlegum líkamanum sem endaði á ljóshærðum kolli. Ég get svarið fyrir að ég hefði getað farið í limbo undir klof þessarrar leggjalöngu fögru konu í kb-búning og þó er ég orðin nokkuð stirrð í þeirri skemmtigrein .
Nú er ég alls ekki fyrir konur og vildi stundum að ég væri ein eftir af þeim í heiminum . . . allavega svona eins og eina kvöldstund á laugardagskvöldi og fram yfir brúðkaupið sem fylgdi á eftir.
Þetta var eins og önnur dýrategund og ekki laust við að öfund hafi skotist um koll minn.
Litli ljóti andarunginn sem varð fallegur í lokin . . . var HÚN og ekki ég!
Svindl og ekkert nema svindl . . . ég er viss um að hún var á sterum
Athugasemdir
já en þú ert múmínálfur og strútur á bara ekki heima í þessu Ævintýri enda er Strútur Geimvera og það þýðir ekkert að vera bera sig saman við Geimverur ...
Gísli Torfi, 12.11.2007 kl. 18:01
Ég er ekki múmínálfur . . . það eru þessir lappastuttu, feitu og asnalegu. Ég er bara á þvælingi um múmíndal . . . er það ekki annars ???
Mía litla, 12.11.2007 kl. 18:11
ok ertu þá bara á amfetamínsterum að vafra um múmíndal... það hlýtur að vera svolítið speisað og vona að þú hættir að nota stera og amfetamín.. ljótur boðskapur þar á ferð :) fáðu þér frekar malt og Twix
Gísli Torfi, 12.11.2007 kl. 19:31
hmmmmmmmm ?
Fer fallegt kvenfólk í tauganar á þér... Mía ?
Brynjar Jóhannsson, 12.11.2007 kl. 20:27
Já . . . sérstaklega ef það er 150 cm hærra en ég Allt í lagi að skipta þessu jafnara á fólk.
Mía litla, 12.11.2007 kl. 20:51
hahahaha.... það mætti halda að þú sést 15 sentemetrar
Brynjar Jóhannsson, 12.11.2007 kl. 21:52
Hverra manna ert þú?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.11.2007 kl. 22:19
. . ég er úr múmíndal og á þar eina eldri systur . . var bara að safna fleiri vinum í dag og sá að þú kvittar alltaf svo skemmtilega.
Mía litla, 12.11.2007 kl. 23:18
oooo við ELSKUM Míu á þessu heimili, erum búin að lesa og horfa á Múmínálfana í tætlur.
Þú ert ÆÐI Mía litla úr Múmíndal, þessi með strútslappirnar er örugglega fótbrotin núna...miklu betra að vera sterklegur á bleikum skóm.
alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:34
Hey,,, langar að segja mína skoðun á offitu Múmínálfa. Þeir eru ekki að þjást af neinni offitu, svona eru múmínálfar bara Finnst þér fíll þjást af offitu??? Ekki mér, þeir eru bara svona skapaðir eða þróaðir hverju sem fólk trúir. Ég hef þjáðst af offitu. Ég er sköpuð í mannsmynd og ég át á mig spikið ekki Múmínálfar og fílar. Nei, bara smá pæling
Helga Dóra, 16.11.2007 kl. 10:53
ætlar þú ekkert að fara að skrifa meira bogg múmíubjálfi ?
Brynjar Jóhannsson, 20.11.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.